Hagstæðar ferðir á vegum FEB í vor – enn er hægt að bætast í hópinn

Með hækkandi sól er tilvalið að skoða og bóka í hinar hagstæðu ferðir FEB þar sem næstum allt er innifalið – bókun á feb@feb.is / síma 5882111
Pétursborg og Helsinki 9. – 14. maí 2018
Rútuferð til allra höfuðborga Norðurlanda 28. mars – 6. apríl 2018

Pétursborg og Helsinki 9. – 14. maí 2018
Vegna mikils áhuga og biðlista í síðustu ferðir höfum við skipulagt enn eina ferðina til Pétursborgar með nánast öllu inniföldu. Það hefur tekist svo vel til undanfarin ár að við endurtökum leikinn enn einu sinni og höldum til Rússlands nánar tiltekið Pétursborgar. Glæsileg ferð til Pétursborgar með viðkomu og skoðun á Helsinki. Sama verð ár eftir ár. Skráning er hafin á feb@feb.is eða í síma 5882111
Dagskrá
Dagur 1.   Miðvikudagur 09. maí
Flug til Helsinki.   Lent þar um kl. 14.00.
Ekið með rútu til St. Pétursborgar.   Komið þangað ca. kl. 21.00 að staðartíma.
Dagur 2.  Fimmtudagur 10. maí
10.00 Brottför.
Skoðunarferð um miðborgina.
Farið í virki St. Péturs og Páls.  Grafreitur Romanov ættarinnar.
13.00 Hádegisverður.
St. Isaccs kirkja skoðuð.
19.00 Kvöldverður með Rússneskum skemmtikröftum
á veitingastað í St. Pétursborg.
Dagur 3.  Föstudagur  11. maí
10.00 Brottför.
Farið í Hermitage safnið.
13.30   Hádegisverður.
Til baka á hótel
Eftirmiðdagurinn og kvöldið er frjáls tími.
Dagur 4.  Laugardagur  12. maí
10.00  Brottför frá hóteli.
Farið í Minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leningrad.
Peterhoff gosbrunnagarðurinn skoðaður.
15.30 Miðdagsverður í Podvorija – 5 rétta ekta rússneskur málsverður.
Dagur 5.  Sunnudagur   13. maí
Rútuferð á völlinn þar sem leikið verður í heimsmeistarakeppninni næsta sumar.
Höldum síðan að Blóðkirkjunni í miðborginni og svo frjálst síðdegi.
Dagur 6. Mánudagur  14. maí
06.00 Brottför frá hóteli.
06.40 Farið með Allegro hraðlestinni til Helsinki.
10.30 Skoðunarferð um Helsinki.
13.30  Komið  á flugvöllinn fyrir flug til Íslands.

Innifalið:

• Gisting með morgunverðarhlaðborði á hótel Moskva í 5 nætur.
• Rúta frá Helsinki til St. Pétursborgar og í St. Pétursobrg eftir þörfum.
• Allegro hraðlestin frá St. Pétursborg til Helsinki.
• Rúta í Helsinki frá brautarstöð á flugvöll.
• 5 x aðgöngumiðar að söfnum og minnismerkjum.
• 2 x hádegisverðir.
• 2 x stórveislur með skemmtikröftum.
• Skoðunarferð í Helsinki á heimleið.
• Fararstjórn og leiðsögn.
• Annað sem tilgreint er í dagskrá
Rútuferð til allra höfuðborga Norðurlanda 28. mars – 6. apríl 2018
Ferðast með sömu rútunni frá Reykjavík þann 28. mars og endað í Kaupmannahöfn 6. apríl. Glæsileg en gæti orðið nokkuð „strembin“ ferð. Verð rétt um 199.500. Bókun á feb@feb.is eða í síma 5882111
28. mars
Dagur 1. Lagt af stað kl. 07.00 um morguninn og komið til Seyðisfjarðar kl. 19.00.
Stoppað á Hellu/Hvolsvelli. Einnig verður stoppað í Freysnesi. Jökulsárslóni og Djúpavogi.
29. mars
Dagur 2. Komið til Færeyja snemma að morgni og farið í 3 til 4 tíma skoðunarferð m.a til Gjögv.
30. mars
Dagur 3. Hvíldardagur um borð í Norrönu. http://www.smyrilline.dk/
31. mars
Dagur 4. Komið til Hirtshals kl. 10.00 og farið þaðan til Skagen og snæddur hádegisverður og þaðan förum við á nyrsta odda Danmerkur þ.e. Grenen. Þaðan förum við svo aftur til Skagen og skoðum listasafn með málverkum Skagen Museum þar sem er fágætt safn málverka eftir hina frægu Skagen málara. Síðan er ekið til Frederiskhavn og þurfum að vera komin þangað um kl. 18.00. Ferjan Jutlandia fer kl. 20.00. Það er ca 3,5 klukkustundar sigling til Gautaborgar, svo við verðum komin á hótelið ca kl. 24.00. Gist verður á hótelinu Clarion Hotel Post, Gautaborg  http://clarionpost-gothenburg.hotel-rn.com/
1. apríl
Dagur 5. Farið af stað kl. 9.00 til Ósló og komið þangað um hádegi og farið beint í bæjarferð þar sem við skoðum m.a. Holmenkollen og Vigeland garðinn auk þess sem óperunni mun bregða fyrir. Gist verður á hótelinu Scandic Solli sem er í námunda við Aker Brygge https://www.scandichotels.com/hotels/norway/oslo/scandic-solli
2. apríl
Dagur 6. Lagt af stað snemma ekki síðar en kl. 8.00 til Stokkhólms. Þessi dagur verður nokkuð strembinn því ferjan fer kl. 16.30 frá Stokkhólmi til Helsinki svo við þurfum að vera komin eigi síðar en kl. 16.00 að ferjunni. Ferjan stoppar stutt í Mariehamn á Álandseyjum á leiðinni. Í ferjunni  verður hlaðborð innifalið og svo sofið um nóttina.
3. apríl
Dagur 7. Komið til Helsinki kl. 10.00 og þá er farið beint í bæjarferð þar sem við skoðum m.a. Klettakirkjuna – Temppeliaaukion Kirkko. Þá er einnig frjáls tími áður en farið er aftur um borð í ferjuna og siglt til Stokkhólms. Þurfum að vera komin aftur í ferjuna ca. Kl. 16.30. Síðan hlaðborð, skemmtun og gisting.
4. apríl
Dagur 8. Komið til Stokkhólms um kl. 10.00 og fyrst farið í bæjarferð og skoðum m.a. Vasa safnið, Gamla Stan  og endað í Drottningholms Slott og lagt af stað kl. 16.00 til hótel Söderköping Brunn þar sem við njótum kvöldverðar og gistum. http://soderkopingsbrunn.se/
5. apríl
Dagur 9. Lagt af stað kl. 9.00 og ekið til Kalmar og Kalmar Slott skoðuð og hádegisverður. Áfram haldið til Kaupmannahafnar og komið þangað um kl. 18.00. Gisting á Comfort Hotel Vesterbro  https://www.galahotels.com/en/Hotel/denmark_64/copenhagen_4062/comfort_hotel_vesterbro_121629?gclid=Cj0KCQiAgs7RBRDoARIsANOo-HhfpnEKn-e3ANr9CnhXg9Fc16kzjiySmWlqJpesRpkDbIMIQajGo-0aArW8EALw_wcB
6. apríl
Dagur 10. Um morguninn er farið bæjarferð og Hafmeyjan er m.a. skoðuð og svo frjáls tími.
Flug heim um kvöldið FI213 kl. 19.45, Terminal 3, Kastrup og lent í Keflavík kl. 20.55.
Einstök ferð til allra höfuðborga Norðurlanda

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *