Fréttir af starfi félagsins

TÖLVUPÓSTUR á leið til ykkar kæru félagsmenn

 
Ágæti félagsmaður
 
Félagsmenn FEB tæplega 12. 000 – til hamingju félagsmenn
Enn fjölgar í félaginu okkar og við sem störfum fyrir félagið bregðumst við með sífellt fjölbreyttari starfsemi og nýjungum. En starfsemi byggist á þátttöku félagsmanna og þar finnum við vel fyrir sérstaklega í öllum ferðum sem skipulagðar eru á vegum félagsins. Fullt hefur verið í öllum sumarferðum og stærri rútur pantaðar þar sem slíku hefur hægt að koma við og hótelherbergjum fjölgað. Ljóst er að ferðir innanlands, þó ekki séu á háannatíma eru orðnar dýrari en ferðir erlendis sem er umhugsunarefni fyrir okkur sem setjum upp slíkar ferðir. Miðað við þann mikla áhuga sem er á ferðum á vegum félagsins munum við bjóða ferðir á nýja staði strax í haust og á næsta ári, auk hinna hefðbundnu ferða.
Við getum verið stolt af því trausti sem þið ágætu félagsmenn berið til félagsins. Nú er það ykkar að njóta og nýta það fjölbreytta starf sem fram fer hjá félaginu.

(meira…)

23/08/2018|

ZUMBA Gold nýtt 8 vikna námskeið

Næsti Zumba tíminn er fimmtudag 22. ágúst kl. 10.30. Tanya leiðir sem fyrr. Hreyfing, líf og fjör í skemmtilegum hópi.

22/08/2018|

Dagsferð um Reykjanes / Suðurnes á föstudag 24. ágúst – brottför kl. 9.00

Dagsferð um Reykjanesið / Suðurnes.
Verð kr 11000 pr. mann allt innifalið. Bókun á feb@feb.is / síma 5882111 (meira…)

21/08/2018|

Áskorun til ráðamanna

Ellert B Schram formaður FEB skrifar:
Eins og flestum er ljóst er það ekki á valdi eldri borgara að stýra hlutverki almannatrygginga og þeim réttindum sem varða málefni elstu kynslóðarinnar. Við sitjum á biðstofunni hjá ráðamönnum og reynum að minna á, að hugsunin á bak við stofnun TR var og er sú að koma til móts við þá einstaklinga sem búa við fátækt. Það var grunnstefna Alþingis, stjórnvalda og kerfisins. Hlutverk almannatrygginga var og er að hjálpa fólkinu sem af ýmsum ástæðum er ekki á vinnumarkaðnum og á ekki í sig né á. Ástæður geta verið margskonar, engin laun, engar eignir, veikindi, einangrun o.s.frv. Félag eldri borgara er að reyna að benda stjórnvöldum á nauðsynlegar breytingar í kerfinu og skorar því á ráðamenn að koma til móts við þann hóp eldri borgara, sem verst standur. (meira…)

21/08/2018|

Ferðin að Fjallabaki á morgun þriðjudag 21. ágúst 2018

Brottför í ferðina í Fjallabak er kl. 8.30 frá Stangarhyl 4 – munið að hafa með nesti fyrir daginn – kvöldmatur innifalinn.
Hægt er bóka í aðrar ferðir FEB á feb@feb.is / síma 5882111

20/08/2018|

Síðustu sætin í Færeyjaferðina

Nokkur sæti laus í Færeyjaferðina 24. – 30. október.  Einstök ferð á einstöku verði. Bókun á feb@feb.is / síma 5882111.
Fararstjórn: Gísli Jafetsson og Steinþór Ólafsson bílstjóri. (meira…)

16/08/2018|

Byggingar FEB við Árskóga 1-3

Smellið HÉR til að skoða teikningar og annað er varðar byggingar félagsins við Árskóga 1- 3 í Mjódd.

 

11/08/2018|

Nokkur atriði

DANS sunnudag kl. 20.00 – Brottför í ferðina í Fjallabak er kl. 8.30 þriðjudag frá Stangarhyl 4. Munið að hafa með nesti fyrir daginn – kvöldmatur innifalinn. Hægt er bóka í aðrar ferðir FEB á feb@feb.is / síma 5882111

10/08/2018|

Ferðlög á næstunni – Allt bókanlegt á feb@feb.is eða síma 5882111

Ferð í Fjörðu, Flateyjardal 12. – 15. ágúst – UPPSELT –
Fjórða árið í röð sem við höldum á þessar slóðir. Fararstjóri Valgarður Egilsson, læknir. Verð kr. 99.000. Alltaf jafn vinsæl ferð og selst fljótt upp. (meira…)

09/08/2018|

Dagsferð um Reykjanes / Suðurnes 24. ágúst – LAUS SÆTI –

Dagsferð um Reykjanesið / Suðurnes.
Verð kr 11000 pr, mann allt innifalið. Bókun á feb@feb.is / síma 5882111 (meira…)

09/08/2018|

Ferðin í Fjörður / Flateyjardal á sunnudaginn kl. 8.30

Brottför í ferðina í Fjörður / Flateyjardal verður kl. 8.30 n.k. sunnudag 12. ágúst frá Stangarhylnum.  Munið að hafa með ykkur nesti fyrir sunnudaginn. Veðurspáin lofar góðu http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/nordurland_eystra/

08/08/2018|

Gerast félagsmaður

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

07/08/2018|

Færeyjaferð og viðbótar Aðventuferð – bókanir á feb@feb.is / síma 5882111

Færeyjar 24. – 30. október – vegna sérlega hagstæðra samninga hefur FEB náð besta verði sem hægt er að fá í slíka ferð með nánast öllu  inniföldu.
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar – vegna mikils áhuga og bókana höfum við bætt við þriðju ferðinni, 2. – 5. desember.
Skráning er á feb@feb.is / síma 5882111. 
Nánari lýsing HÉR

07/08/2018|

Skrifstofa FEB verður lokuð vegna sumarleyfa 16. júlí – 3. ágúst 2018

Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst kl. 10.00.

13/07/2018|

Byggingar FEB við Árskóga 1-3

HÉR má sjá teikningar og annað er varðar byggingar félagsins við Árskóga 1- 3 í Suður Mjódd.

13/07/2018|

Staðreyndir fyrir þingmenn og aðra…..

Ágæti þingmaður
Svona um hásumarið þegar allt liggur í dróma, leyfum við okkur að rjúfa kyrrðina og benda ykkur og þjóðinni á nokkrar staðreyndir – en bara ein á dag, svo enginn verði nú fyrir áfalli……….

70% ellilífeyrisþega hafa 305 þús. kr. á mán. eða minna til ráðstöfunar eftir skatt, og 30% þeirra hafa innan við 250 þús. kr. eftir skatt.

11/07/2018|

Hvernig á að lagfæra kjör aldraðra?

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem vann skýrslu fyrir FEB í lok síðasta árs, gerir HÉR grein fyrir tillögum sínum um kerfisbreytingar í málefnum aldraðra. Birt með leyfi höfundar.  (meira…)

04/07/2018|

GÖNGUHÓPUR

Minnum á að gönguhópurinn okkar fer aldrei í frí og er gengið alla miðvikudaga allan ársins hring kl. 10.00. Kaffi og rúnstykki á eftir. Allir eru velkomnir með.

03/07/2018|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Ef þú ert ekki nú þegar félagsmaður í FEB er hægt að bæta snarlega úr því HÉR

26/06/2018|

„Aldraðir eiga rétt á lífeyri“

Er rétt að kalla lífeyri aldraðra frá almannatryggingum bætur? Ég tel ekki. Þetta er lífeyrir. Einnig mætti kalla þetta laun, a.m.k. eftirlaun. Bætur er ekki réttnefni. Aldraðir, sem komnir eru á eftirlaun, hafa greitt skatta til ríkisins alla sína starfsævi. Þeir hafa greitt til almannatrygginga og eiga rétt á lífeyri eða eftirlaunum frá almannatryggingum. Þegar þeir síðan fá lífeyri frá almannatryggingum heldur ríkið áfram að skatteggja þá þó þeir séu hættir störfum. Ríkið tekur til baka af lífeyrinum. (meira…)
26/06/2018|