Fréttir af starfi félagsins

TRYGGINGASTOFNUN FLYTUR 1. APRÍL 2019

Tryggingastofnun flytur frá Laugavegi í Hlíðasmára 11 í Kópavogi. Vegna flutninganna verður lokað fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars. Opnað verður á nýjum stað mánudaginn 1. apríl með betra aðgengi og nægum bílastæðum. Verið velkomin. Vakin er athygli á tr.is Mínum síðum og umboðum hjá sýslumönnum um land allt.

26/03/2019|

Tölvupóstur á leið til félagsmanna 22. mars 2019

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Aðalfundur FEB var haldinn 19. febrúar s.l. Á fundinum var kosin ný stjórn og er Ellert B. Schram endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir stjórnarmenn eru Sigríður Snæbjörnsdóttir varaformaður, Guðrún Árnadóttir gjaldkeri, Ólafur Ingólfsson ritari og meðstjórnendur eru Finnur Birgisson, Róbert Bender og Þorbjörn Guðmundsson. Varamenn eru Kári Jónasson, Sjöfn Ingólfsdóttir og Margrét Hagalínsdóttir. Framkvæmdastjóri FEB er sem fyrr Gísli Jafetsson. Ársreikning síðasta árs er að finna hér.

(meira…)

22/03/2019|

Nýjasti þáttur Lífið er lag

Þriðji þáttur af Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara, sem sýndur var á Hringbraut í gærkvöldi þriðjudag eins og alla þriðjudaga er nú aðgengilegur HÉR

 

20/03/2019|

Fjölbreytt dagskrá FEB þessa vikuna sem aðrar

Hér má sjá fjölbreytta dagskrá FEB þessa vikuna sem aðrar

18/03/2019|

Lífið er lag – þáttur 12. mars 2019

Hér má sjá nýjasta þáttinn af Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB. Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur HÉR

08/03/2019|

Landsfundur LEB 10. og 11. apríl 2019 – val fulltrúa FEB

FEB kallar hér með eftir áhuga og uppástungum meðal félagsmanna um fulltrúa á landsfund LEB – Landssambands eldri borgara sem haldinn verður í Reykjavík dagana 10. og 11. apríl n.k. Stjórn og varastjórn félagsins er sjálfkjörin skv. lögum FEB. Endilega látið vita af áhuga ykkar til setu á landsfundi LEB á feb@feb.is eða í síma 5882111
07/03/2019|

ENSKA II byrjar á fimmtudag

Enska II á fimmtudögum kl. 11.00 og 13.00. Hefst á fimmtudag 7. mars. Innritun á feb@feb.is / síma 5882111
05/03/2019|

Lífið er lag þættir FEB byrja á ný í kvöld þriðjudag kl. 20.30

Þátturinn Lífið er lag – hagsmunir eldri borgara hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 5. mars kl. 20.30 og verða sýndir vikulega fram í maí. Þáttastjórnandi er sem fyrr Sigurður K. Kolbeinsson. Efni þáttanna er unnið í fullu samráði við FEB. Hver þáttur mun birtast nokkrum sinnum á stöðinni og verða aðgengilegur hér á Facebook og á feb.is. Þeir sem misstu af fyrri þáttum geta nálgast alla þættina HÉR
05/03/2019|

FERÐIR FEB INNANLANDS 2019

Allt bókanlegt á feb@feb.is / síma 5882111

31. maí – 1. júní
Borgarfjörður – Dalir – Snæfellsnes 31. maí – 1. júní 2019 . Fararstjóri og leiðsögumaður Kári Jónasson.
11. – 14. júní
Vestfirðir – Söguferð í tengslum við lestur Íslendingasagna 11. – 14. júní – uppselt biðlisti - Farið um sögusvið Vestfjarða. Gisting á Reykjanesi, Ísafirði og Patreksfirði. Skipuleggjendur Magnús Sædal, Baldur Hafstað og Gísli Jafetsson.
2. júlí
Vestmannaeyjar Dagsferð með rútu og nýja Herjólfi. Skoðunarferð um eyjuna og fleira 2. júlí. Fararstjóri Kári Jónasson.
10. – 13. ágúst
Ferð um Sprengisand í Fjörðu, Flateyjardal og Siglufjörð 10. – 13. ágúst. Fimmta árið í röð sem við höldum á þessar slóðir. Alltaf jafn vinsæl ferð og selst fljótt upp. Fararstjórar Gísli Jafetsson og Gísli Jónatansson.
8. ágúst
Fjallabaksleið nyrðri 8. ágúst Ferðin tekur heilan dag og fer eftir ástandi vega og vegaslóða enda erum við þar sem náttúran er hvað hreinust og fegurðin hvergi fegurri. Fararstjóri Kári Jónasson.
4.-5. sept.
Töfrar Suðurlands að Breiðamerkurlóni. Tveggja daga ferð í 4.- 5. september. Gisting á Smyrlabjörgum. Fararstjórar Kári Jónasson og Steinþór Ólafsson.

01/03/2019|

Kynningarfundur fyrir Pétursborgarfara

Minnum á kynningarfundinn með fararstjórum n.k. mánudag 4. mars n.k. kl. 16.00 í Stangarhyl 4. Við munum fræða ykkur um borgina og tilhögun ferðarinnar og svara spurningum. Jafnframt munum við segja frá hvað er í boði í listaheiminum þá daga sem við erum í borginni og kanna hug ykkar til að fara á ballet og eða óperu. (meira…)

01/03/2019|

Ný ZUMBA og LEIKFIMI námskeið 11. mars til 10. maí

8 vikna Zumba Gold fyrir styttra komna kl. 9.30 til 10.15 á mánu- og fimmtudögum, verð 15.900 kr.
8 vikna Zumba Gold fyrir lengra komna kl. 10.20 til 11.20 á mánu- og fimmtudögum, verð 16.900 kr.
8-vikna STERK og LIÐUG námskeið kl. 11.30 til 12.15 á mánu- og fimmtudögum, verð 15.900 kr.
– skráning á feb@feb.is / síma 5882111
27/02/2019|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Hér er hægt að gerast félagsmaður í FEB Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

20/02/2019|

Samþykkt aðalfundar FEB um skerðingu almannatrygginga

Aðalfundur FEB 19. febrúar 2019 fagnar framkominni kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til  lækkunar á skerðingu  almannatrygginga úr 45% í 30% vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum. Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag á sér ekkert fordæmi í þeim löndum sem við berum okkur saman við og stuðlar að fátækt meðal eldri borgara og rýrir traust á lífeyrissjóðum.

Einnig leggur fundurinn áherslu á að tryggður verði jöfnuður milli  lífeyrisþega gagnvart almannatryggingum, vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum sem tilkominn er vegna skylduiðgjalds, hvort sem lífeyrir kemur úr samtryggingu eða séreign.

Fundurinn leggur allt  traust sitt á að ASÍ  fylgi kröfunni fast eftir í viðræðum við stjórnvöld og ekki verði hvikað frá henni fyrr en ásættanleg niðurstaða fæst.

20/02/2019|

AÐALFUNDUR FEB – ÞRIÐJUDAG 19. FEB. KL. 16.00

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn þriðjudaginn 19. febrúar 2018 og hefst kl. 16.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4, Reykjavík. (meira…)

18/02/2019|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Þeir sem ekki eru nú þegar félagsmenn í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni geta gerst það með því að smella HÉR

14/02/2019|

AÐALFUNDUR FEB 2019 – SJÁLFKJÖRIÐ –

Boðað er til aðalfundur FEB þriðjudaginn 19. febrúar 2019 kl. 16.00 í Ásgarði, Stangarhyl 4. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins sem hægt er sjá HÉR
Í lögum FEB segir;
Tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast uppstillingarnefnd  eða skrifstofu félagsins minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.
Uppstillingarnefnd félagsins gerir eftirfarandi tillögu um menn til kjörs í stjórn og varastjórn og önnur störf á vegum félagsins;
(meira…)

01/02/2019|

Bókmenntaklúbbur FEB – byrjum í dag 31. janúar 2019 kl. 14.00

31/01/2019|

SKÁK alla þriðjudaga

Skák þriðjudag 29. jan. kl. 13.00.
– Afmælismót Magnúsar V. Pétussonar í dag 29. janúar 2019 – (meira…)

29/01/2019|

Við bíðum eftir handtakinu – Ellert B. Schram formaður FEB

Á síðasta ári var starfshópur um málefni og hagsmuni eldri borgara skipaður af ríkisstjórninni, eftir fimm mánaða bið. Hópurinn á vegum velferðarráðherra hélt fimmtán fundi og skilaði svo nánast engu, nema kannske því að staðfesta að þrjú þúsund manns byggi við fátækt, meðal eldri borgara, langt fyrir neðan lágmarksmörk. Ekki er enn að sjá né heyra neinar alvöru tillögur frá stjórnvöldum, um að samfélagið komi til móts við það fólk sem býr við fátækt. (meira…)

29/01/2019|

Íslendingasögur alla föstudaga kl. 13.00

Íslendingasagnanámskeið þar sem sögusviðið er Ísafjarðardjup -verður á hverjum föstudegi í tíu vikur. Kennari sem fyrr Baldur Hafstað. Við ætlum að halda okkur við Vestfirði í fyrri hluta námskeiðsins og lesa upphafskaflana í Fóstbræðra sögu.

24/01/2019|