Fréttir af starfi félagsins
Skrifstofa FEB verður lokuð vegna sumarleyfa 15. júlí – 2. ágúst 2019
Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 10.00. Njótum sumarsins kæru félagsmenn.
GERAST FÉLAGSMAÐUR
Með því að smella HÉR og fylla út formið er hægt að gerast félagsmaður í FEB.
Nýtt Menningarkort kynnt og slær í gegn
Liðlega 200 manns komu á Kjarvalsstaði í dag til að kynna sér rauða Menningarkortið 67+ í dag.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, kynnti nýja kortið og Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, flutti stutta ræðu.
Nýtt fyrirkomulag tók gildi þann 1. júlí s.l.. Fyrir þá sem ekki þekkja til Menningarkorts Reykjavíkur þá er um að ræða árskort sem veitir endurgjaldslausan aðgang að öllum söfnum Reykjavíkurborgar, 2 fyrir 1 aðgang að einhverju safnanna í hverjum mánuði, auk tilboða og sérkjara hjá fjöldamörgum samstarfsaðilum í menningarlífinu. Nánar HÉR
(meira…)
GÖNGUHÓPUR alla miðvikudaga
Næsta miðvikudag 10. júlí verður gengið frá Korpúlfsstöðum í Mosfellsbæ. Kaffistaður Bakaríið Mosfellsbæ.
Menningarkort 67+
Þér er boðið á kynningu á nýju Menningarkorti Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 10. júlí kl. 14.00
Dagskrá:
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs ávarpar gesti
- Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri Félags eldri borgara ávarpar gesti
- Harpa Dögg Kjartansdóttir myndlistamaður leiðir gesti um sýningar á verkum Sölva Helgasonar og William Morris
TÖLVUPÓSTUR Á LEIÐ TIL FÉLAGSMANNA
Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Menningarkort 67+
Þér er boðið á kynningu á nýju Menningarkorti Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 10. júlí n.k. kl. 14.00 (meira…)
Hvað á borgin að bjóða upp á þegar þú hefur meiri tíma til að njóta?
Hugmyndasmiðja |
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur að endurskipulagningu á félagsstarfi eldri borgara í samræmi við væntingar og þarfir komandi kynslóða. Við óskum því eftir fólki á aldrinum 60 til 70 ára sem vill koma með hugmyndir um hvað það vill geta gert í borginni þegar það hættir að vinna og hefur meiri tíma til að njóta. (meira…)
GOLFERÐ FEB til Torrevieja 13. – 20. október 2019
FEB stendur fyrir glæsilegri golfferð fyrir félaga í FEB dagana 13.-20. október n.k. Flogið verður á hentugum tímum með brottför frá Keflavík sunnudaginn 13. október kl. 8.30 og lent á Alicante flugvelli kl. 15.00. Brottför til baka viku síðar kl. 15.50 og lent í Keflavík kl. 18.30.
Leikið á 4 völlum alls. Aðeins 30 sæti laus.
Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson, sem margir þekkja úr Aðventuferðum félagsins og þáttunum Lífið er lag.
Pakkinn inniheldur eftirfarandi þjónustu:
(meira…)
Brottför í Vestmannaeyjaferðina kl. 8.00
Næstu ferð FEB 2. júlí Vestmannaeyjar – brottför frá Stangarhylnum kl. 8.00.
GERAST FÉLAGSMAÐUR
Með því að smella HÉR og fylla út formið er hægt að gerast félagsmaður í FEB.
FERÐALANGAR Á VEGUM FEB
Upplýsingar um ferðir á vegum félagsins, innanalands sem erlendis, má sjá HÉR.
Gerast félagsmaður
Með því að smella HÉR og fylla út formið er hægt að gerast félagsmaður í FEB.
Næsta ferð FEB Vestmannaeyjar 2. júlí
Vestfjarðafarar – brottför
Brottför í ferðina er frá Stangarhyl 4, n.k. þriðjudag 11. júní kl. 8.30. Opið verður í Stangarhylnum. Sjá nánar í tölvupósti.
Brottför á Snæfellsnesið kl. 9.00 á laugardag 1. júní
Lífið er lag – síðasti þátturinn á þessu vori
Lífið er lag – hagsmunir, staða og framtíðarsýn eldri borgara. Síðasti þátturinn af Lífið er lag frá 28. maí s.l. er aðgengilegur HÉR.
Hér má m.a. fræðast um útgjöld vegna lyfjakaupa, greiðsluþátttöku, lífeyrisdeild Sameykis, tilboð á bíl og fleira.
Fjallabaksleið nyrðri – viðbótarferð 15. ágúst – nokkur sæti laus
Vegna mikils áhuga og bókana í allar ferðir á vegum félagsins þá hefur verið ákveðið að bæta við enn einni ferðinni og nú að Fjallabaki nyrðra. Fararstjóri er Kári Jónasson. Skráning á feb@feb.is / síma 5882111. (meira…)
Starfið í vikunni
SPÆNSKA mánudag 27. maí kl. 13.30 og föstudag kl. 13.00.
SKÁK þriðjudag kl. 13.00.
GÖNGUHÓPURINN á miðvikudag fer frá Bónus Hraunbæ kl. 10.00. Kaffi á eftir.
DANS sunnudag kl. 20.00. Hljómsveit hússins.
BORGARFJÖRUR, DALIR, SNÆFELLSNES ferðin um næstu helgi 1. – 2. júní.