Fréttir af starfi félagsins

Ganga alla miðvikudaga í góðum hópi

Gönguhópur miðvikudag 28. ágúst kl. 10.00. Gengið um Seltjarnarnes, Bakkatjörn. Kaffi og spjall eftir göngu í Golfskálanum.

27/08/2019|

ZUMBA Gold og leikfimi byrjar mánudaginn 26. ágúst

Verðum sem fyrr á mánudögum og fimmtudögum í 8 vikur

Kl. 9.20-10.20 Zumba Gold byrjendur – verð 16.900 kr.

Kl. 10.30-11.30 Zumba Gold framhald – verð 16.900 kr.

Kl. 11.30-12.15 Sterk og Liðug – æfingar og teygjur – verð 15.900 kr.

24/08/2019|

Frá FEB – 49 íbúar samþykkja en einn rekur mál sitt fyrir dómstólum

49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði Félags eldri borgara. 45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra.  (meira…)

23/08/2019|

Samkomulag í höfn við einn kaupanda sem höfðað hafði mál

Félag eldri borgara náði rétt í þessu samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga.

Viðkomandi hefur nú fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fellur af þeim sökum niður.
Félag eldri borgara vinnur áfram að því að ná sátt við hinn aðilann sem höfðað hefur samskonar mál. (meira…)

21/08/2019|

Grein Ellerts B. Schram formanns FEB

Málefni eldri borgara og ástand

Það hefur gengið ýmislegt á, síðustu dagana í málefnum Félags eldri borgara í Rvík og fjölmiðlar hafa verið duglegir að hringja og birta fréttir af stöðunni sem snýr að sölu íbúða í Árskógum og verði þeirra, til kaupenda. Hér er um að ræða íbúðir sem verktakar Mótx hafa byggt fyrir FEB.  Málið snýst um það að búið var að verðsetja íbúðirnar og tilkynnt hverjir valdir voru til kaupa. Byggingarnefnd FEB, gaf út verðið og við í stjórninni vissum ekki betur en að þær tölur væru bundnar við kostnað bygginganna. Sem ekki reyndist nægilegt þegar upp var staðið.  Það vantaði fjögur hundruð milljón króna, til að endar næðu saman. Þar stendur hnífurinn í kúnni. (meira…)

19/08/2019|

ZUMBA Gold og Sterk og liðug leikfimi byrjar 26. ágúst

Byrjum aftur 26. ágúst og er sem fyrr á mánudögum og fimmtudögum í 8 vikur
Kl. 9.20-10.20 Zumba Gold byrjendur – verð 16.900 kr.
Kl. 10.30-11.30 Zumba Gold framhald – verð 16.900 kr.
Kl. 11.30-12.15 Sterk og liðug – æfingar og teygjur – verð 15.900 kr.

8-vikur frá 26. ágúst til 17. október

15/08/2019|

Ferð að Fjallabaki – brottför kl. 8.30 frá Stangarhyl

Ferðalangar að Fjallabaki takið með hlý föt og nesti fyrir hádaginn. Brottör frá Stangarhyl 4  kl. 8.30.

14/08/2019|

Tilkynning frá Félagi eldri borgara 12. ágúst 2019

Í dag kynnir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sáttatillögu sem felur í sér að allir félagsmenn sem eru kaupendur íbúða við Árskóga 1 og 3 í Reykjavík og undirrita, eða hafa undirritað, skilmálabreytingu vegna kaupsamninga fái niðurfelldan hluta af kostnaðarverði íbúða sinna. (meira…)

13/08/2019|

Brottför í ferðina Fjörður og Flateyjardalur laugardagsmorgun 10. ágúst frá Stangarhyl 4

Ferðalangar í Fjörðu takið með hlý föt og regnúlpur og nesti fyrir fyrsta daginn.  Brottör frá Stangarhyl 4  kl. 8.30.

08/08/2019|

Orðsending frá stjórn til félagsmanna

Stjórn Félags eldri borgara fundaði í kvöld og sendi í kjölfarið frá sér meðfylgjandi bréf til félagsmanna sinna.

 

  • Í bréfinu kemur m.a. fram að stjórnin harmar mjög að kostnaðarverð hafi reynst hærra en áætlað kaupverð íbúðanna og þau vandkvæði sem það hefur valdið verðandi íbúum í Árskógum.
  • Þá kemur fram að áfram hafi verið fundað með kaupendum íbúða við Árskóga í dag. Í kjölfarið hafi lyklar verið afhentir að fjórum íbúðum til viðbótar.
  • Alls hafa nú kaupendur 17 íbúða af 23, sem fundað hefur verið með, samþykkt skilmálabreytinguna.
  • Þá er í bréfinu reifað það sjónarmið að þegar um sé að ræða óhagnaðardrifið verkefni sem þetta þar sem lagt sé saman í púkk til að byggja fyrir hópinn, þá sé eðlilegt að kostnaðaraukanum sé dreift jafnt rétt eins og ávinningnum sem fæst með slíku fyrirkomulagi.
  • Tekið er fram að verðið sem farið er fram á miðast áfram við kostnaðarverð íbúðanna.
  • Þá kemur fram að stjórn vinni nú hörðum höndum að því að leysa úr málinu og að félagsmenn verði upplýstir jafn óðum. Þá verði boðað til félagsfundar þar sem rætt verði um málið síðar í þessum mánuði.

(meira…)

06/08/2019|

GÖNGUHÓPUR alla miðvikudaga

05/08/2019|

EKKI DANS 28. júlí, 5. og 11. ágúst

Ekki verður dansað í Stangarhylnum sunnudagana 28. júlí, 4. og 11. ágúst.

 

25/07/2019|

Skrifstofa FEB verður lokuð vegna sumarleyfa 15. júlí – 2. ágúst 2019

Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst kl. 10.00.  Njótum sumarsins kæru félagsmenn.

12/07/2019|

GERAST FÉLAGSMAÐUR

Með því að smella HÉR og fylla út formið er hægt að gerast félagsmaður í FEB.

11/07/2019|

Nýtt Menningarkort kynnt og slær í gegn

Liðlega 200 manns komu á Kjarvalsstaði í dag til að kynna sér rauða Menningarkortið 67+ í dag.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, kynnti nýja kortið og Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, flutti stutta ræðu.
Nýtt fyrirkomulag tók gildi þann 1. júlí s.l.. Fyrir þá sem ekki þekkja til Menningarkorts Reykjavíkur þá er um að ræða árskort sem veitir endurgjaldslausan aðgang að öllum söfnum Reykjavíkurborgar, 2 fyrir 1 aðgang að einhverju safnanna í hverjum mánuði, auk tilboða og sérkjara hjá fjöldamörgum samstarfsaðilum í menningarlífinu. Nánar HÉR
(meira…)

11/07/2019|

GÖNGUHÓPUR alla miðvikudaga

Næsta miðvikudag 10. júlí verður gengið frá Korpúlfsstöðum í Mosfellsbæ. Kaffistaður Bakaríið Mosfellsbæ.

08/07/2019|

Menningarkort 67+

Þér er boðið á kynningu á nýju Menningarkorti Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 10. júlí kl. 14.00
Menningarkort_RVK

Dagskrá:

  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs ávarpar gesti
  • Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri Félags eldri borgara ávarpar gesti
  • Harpa Dögg Kjartansdóttir myndlistamaður leiðir gesti um sýningar á verkum Sölva Helgasonar og William Morris

(meira…)

05/07/2019|

TÖLVUPÓSTUR Á LEIÐ TIL FÉLAGSMANNA

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Menningarkort 67+
Þér er boðið á kynningu á nýju Menningarkorti Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum þann 10. júlí n.k. kl. 14.00
(meira…)

05/07/2019|

Hvað á borgin að bjóða upp á þegar þú hefur meiri tíma til að njóta?

Hugmyndasmiðja

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur að endurskipulagningu á félagsstarfi eldri borgara í samræmi við væntingar og þarfir komandi kynslóða. Við óskum því eftir fólki á aldrinum 60 til 70 ára sem vill koma með hugmyndir um hvað það vill geta gert í borginni þegar það hættir að vinna og hefur meiri tíma til að njóta.  (meira…)

05/07/2019|

GOLFERÐ FEB til Torrevieja 13. – 20. október 2019

FEB stendur fyrir glæsilegri golfferð fyrir félaga í FEB dagana 13.-20. október n.k. Flogið verður á hentugum tímum með brottför frá Keflavík sunnudaginn 13. október kl. 8.30 og lent á Alicante flugvelli kl. 15.00. Brottför til baka viku síðar kl. 15.50 og lent í Keflavík kl. 18.30.

Leikið á 4 völlum alls. Aðeins 30 sæti laus.
Fararstjóri er Sigurður K. Kolbeinsson, sem margir þekkja úr Aðventuferðum félagsins og þáttunum Lífið er lag.

Pakkinn inniheldur eftirfarandi þjónustu:
(meira…)

03/07/2019|