Fréttir af starfi félagsins

Bókmenntaklúbbur FEB 2020

Bókmenntaklúbburinn hittist næst fimmtudaginn 30. janúar, kl. 13:00 – 15:00.
Í þessum tíma verður rædd bókin Í barndómi  eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
Fjallað er um uppvaxtarár Jakobínu í Hælavík á Hornströndum á 2. og 3. áratug síðustu aldar. Þetta er minningabók um fólk og bæ fjarlægrar bernsku.
Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

28/01/2020|

Námskeið – Sterk og liðug. 8 vikur hefst 13. janúar.

Sterk og liðug er námskeið fyrir konur og karlmenn 60 ára og eldri. Tímarnir verða sérsniðnar að þátttakendum og þörfum þeirra. Við byrjum á léttri upphitun og og við tekur einföld leikfimi til að örva blóðrásina og auka liðleika. Eftir það gerum við rólegar styrkjandi æfingar með það sem markmið að rétta úr bakinu, bæta líkamsstöðu, minnka bakverki, verki í hnjám og mjöðmum. Í lok tímans gerum við árangursríkar teygjur á meðan líkaminn er ennþá heitur til að lengja vöðvana og vinna gegn gigtarverkjum. Þetta námskeið verður sérsniðið fyrir fólk á besta aldri, sem er ungt í anda, en hefur ekki lengur líkama til að stunda hefðbundna líkamsrækt. Þú getur ennþá stundað markvissa þjálfun án þess að ofreyna liðamótin. Við þurfum að halda áfram að hreyfa okkur með hækkandi aldri til þess að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

10/01/2020|

Íslendingasögunmámskeið 17.janúar.

ÍSLENDINGASÖGUR,  Námskeið um Eyrbyggja sögu hefst föstudaginn 17. Janúar  og stendur í tíu vikur, til 20. mars.
Kl. 13 -15 með kaffihléi og ef næg þátttaka fæst verður bætt við námskeiði kl. 10 -12 sömu daga.
Eyrbyggja, er kraftmikil saga um stórbrotna karla og konur, og nægir þar að nefna Snorra goða á Helgafelli og Þuríði hálfsystur hans á Fróða. Þarna er margt sem ræða þarf! Svo má minna á að sagan þolir vel annan lestur!
Ætlunin er síðan að fara dagsferð á söguslóðir næsta haust. (Í maí er fyrirhuguð ferð á slóðir Laxdælu í framhaldi af námskeiðinu sem nú er nýlokið.)
kr.18.000 fyrir félagsmenn og 19.000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Umsjónamaður sem fyrr Baldur Hafstað.
Skráning á feb@feb.is / síma 5882111.

09/01/2020|

Yfirlýsing frá FEB- félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni um ferðamál.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur fengið fyrirspurnir frá félagsmönnum sínum vegna auglýsingar um Færeyjaferð frá nýstofnaðri Ferðaskrifstofu eldri borgara sem birtist um síðustu helgi.
FEB vill af þessu tilefni taka fram að þessi nýstofnaða ferðaskrifstofa er ekkert á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík og nágrenni, er ekki í neinu samstarfi við FEB og félaginu að öllu leyti óviðkomandi.
Sem fyrr þá mun Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni efna til fjölbreyttra ferðalaga fyrir félagsmenn sína á nýbyrjuðu ári, bæði innanlands og utan. Þegar er búið að ákveða ferð til Pétursborgar í Rússlandi á vordögum, þegar allt verður í blóma þar eystra, og innan tíðar verður ferðaáætlun sumarsins kynnt.

08/01/2020|

Opnunartími félagsins um hátíðarnar.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni óskar félagsmönnum  og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla með  þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins verður lokuð á milli jóla og nýjárs. Opnum aftur annan janúar kl. 10.00

20/12/2019|

Rauða Menningarkortið 67+

Sunnudaginn 22. desember fá handhafar Rauða Menningarkortsins 67+ 25% afslátt af veitingum á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

16/12/2019|

Tilkynning til félagsmanna v.aðalfundar

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágr. Verður haldinn 13. febrúar n.k.
Í samræmi við 10. grein félagslaga, óskar uppstillinganefnd eftir áhugasömum félögum til setu í stjórn félagsins.
Tilkynningar þess efnis berist skrifstofu félagsins fyrir 20.desember n.k. með tölvupósti feb@feb.is eða bréflega.
Með félagskveðju

Uppstillinganefnd

Páll Halldórsson
Guðrún Árnadóttir
Sjöfn Ingólfsdóttir

05/12/2019|

Kynning á Heilsuvera.is 5 des. kl. 13.30

Fimmtudaginn 5 des. Kl. 13.30 í sal félagsins Stangarhyl 4
Kynning á Heilsuvera.is – Þjónustuvefsjánni – Þekkingarvefnum – og mínum síðum.
Hvernig hægt er að tengjast Heilsuveru og þjónustan sem er í boði.
Kynnir er Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun.

28/11/2019|

Tónleika í Eldborg, Hörpu 1 des. kl.16.00

ELDHUGAR, eru 300 manna blandaður kór úr átta kórum eldri borgara af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi.
Hugmyndina að tónleikunum á Garðar Cortes sem einnig stjórnar kórnum.
Píanóleikari: Sigurður Helgi Oddsson.
Landssamband blandaðra kóra skipuleggur tónleikana.
Kórinn mun flytja glæsileg íslensk kórverk og elskuð lög sem hafa fylgt íslenskri kóramenningu um áratuga skeið. Einnig verða nokkur jólalög á efnisskránni og fjöldasöngur með öllum áheyrendum.
Þetta eru fyrstu tónleikarnir sinnar tegundar og óhætt að mæla með því að taka þátt í þessum viðburði.
Frjálst sætaval í sal og á 1. svölum.

27/11/2019|

Bókmenntahópur FEB. 28.11. 2019

Síðasti tíminn fyrir jól verður fimmtudaginn 28. nóv. kl. 13:00 – 15:00. Þá verður lokið við að lesa og ræða bók Bergsveins Birgissonar, Lifandilífslækur.
Kl. 14:00 fáum við höfundinn í heimsókn. Hann ætlar að spjalla um bókina og baksvið hennar og svara spurningum sem hópurinn kann að hafa. Endilega notfærið ykkur tækifærið til að kynnast hugarheimi Bergsveins og heyra hvað hann hefur að segja um þetta áhugaverða verk sitt. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

22/11/2019|

Borgarbókasafn í Grófinni.

Langar til að vekja athygli ykkar á nýrri þjónustu Borgarbókasafns, svokölluðu Tæknikaffi. Tæknikaffið er á hverjum fimmtudegi í Borgarbókasafninu í Grófinni milli 16 og 18 og er það starfsfólk safnsins sem aðstoðar gesti við ýmislegt sem tengist tölvum. T.d. við að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Það eru starfsmenn safnsins sem aðstoða, þeir eru ekki sérfræðingar um tölvu- og tæknimál en kunna ýmislegt vegna daglegrar notkunar á tölvum. Þessi aðstoð er öllum opin og ókeypis!
Öðru hvoru fáum við utanaðkomandi til að kenna eitthvað sérstakt sem tengist tölvum og næsta fimmtudag 7. nóvember kennir Hrönn Traustadóttir ýmislegt um innkaup á netinu.

01/11/2019|

Kynning á íbúðarhóteli á Spáni. kl. 17.00 þriðjudaginn 5 nóv.

Helgafell er nýtt íbúðarhótel á Spáni í eigu Íslendinga það sem gæsileiki og góð þjónusta fara saman á hagstæðu verði. Í boði eru gælsilegar íbúðir með sér garði ásamt aðgengi að sameiginlegri sundlaug. Hvergi er til sparað í hönnun og innrétingu íbúðanna og er aðgengi sérstaklega gott fyrir eldri borgara. Þér er boðið á kynningu Þriðjudaginn 5 nóvember kl. 17. -18.30 í húsakynnum FEB. Stangarhyl 4. Hlökkum til að sjá ykkur.

01/11/2019|

Bókmenntahópur FEB.

Næsti tími verður fimmtudaginn 31. okt., kl 13:00 – 15:00. Haldið verður áfram að lesa Lifandilífslæk eftir Bergsvein Birgisson. Fylgst verður áfram með Magnúsi Árelíusi og úttekt hans á mannlífinu á Ströndum. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.

29/10/2019|

Tölvunámskeið hefst 4 nóvember.

Að ná tökum á tækninni

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í almennri tölvunotkun og/eða spjaldtölvunotkun þegar Veraldarvefurinn (Internetið) og helstu netsamskiptamiðlar eru annars vegar. Leiðbeint verður um notkun algengustu leitarvéla (Google Chrome, Safari, Internet Explorer) sem og notkun vinsælla samskipta- og afþreyingarmiðla t.d. Facebook, YouTube og Netflix.

Viðfangsefnin munu taka mið af stöðu og áhuga þátttakenda.

Námskeiðið fer fram í Stangarhyl 4. dagana 4 og 11 nóvember og næsta námskeið, 18. og 25. nóvember kl. 13:30 til 15:30.
Kennari er Þórunn Óskarsdóttir, tölvu- og upplýsingatæknikennari

28/10/2019|

Frítt fyrir handhafa Menningarkorts 67+

FEB_MENNINGARKORTA6_67+_2019_okt

24/10/2019|

Eru fasteignir féþúfa? – Morgunverðarfundur föstudaginn 25. október

LEB – Landssamband eldri borgara, Félag atvinnurekenda og
Húseigendafélagið efna til morgunverðarfundar á Grand Hóteli Reykjavík
föstudaginn 25. október kl. 8-10, undir yfirskriftinni „Eru fasteignir
féþúfa?“ Umræðuefnið er álagning fasteignagjalda á einstaklinga og
fyrirtæki og hvernig þessi skattheimta hefur á undanförnum árum vaxið
langt umfram allar eðlilegar viðmiðanir. Sífellt þyngri skattbyrði hefur
áhrif á félagsmenn í öllum þessum samtökum.
Dagskrá:
8.30 Þórir Sveinsson, stjórnarmaður í Húseigendafélaginu: Álögur á
fasteignir
8.50 Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics: Eru
fasteignaskattar orðnir of íþyngjandi fyrir atvinnulífið?
9.10 Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB: Örsögur úr
raunveruleikanum
9.30 Fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri er Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi.
Fundurinn er haldinn í fundarsalnum Hvammi á jarðhæð Grand Hótels
Reykjavík. Léttur morgunverður er í boði frá kl. 8. Aðgangur er ókeypis
og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en skráning er nauðsynleg.

Linkur er á skráninguna á þessari síðu sem hér fylgir:

Eru fasteignir féþúfa? Morgunverðarfundur 25. október

m.kv.
f.h. LEB – Landssambands eldri borgara
Viðar Eggertsson

22/10/2019|

Sviðaveisla 2 nóvember – Örfái miðar eftir.

Sviðaveisla 2 nóvember.
Okkar sívinsæla sviðaveisla verður 2 nóvember, hér í húsnæði félagsins Stangarhyl 4. Sviðin eru frá Múlakaffi eins og fyrr. Veislustjóri, verður Örn Árnason. Söngatriði, Svanhildur Sveinbjörnsdóttir ásamt undirleik. Húsið opnar kl. 11.00 borðhald hefst kl. 12.00. Aðgangseyrir Kr. 5.200. Undanfarin ár hefur selst upp á þessa skemmtun. Bókanir og miðapantanir fyrir 25 okt. í síma 588 2111 eða tölvupósti feb@feb.is Örfáir miðar eftir.

21/10/2019|

Ný námskeið að hefjast 21 okt

Zumba Gold – byrjendur. kl. 9.20. Nýtt 8 vikna námskeið hefst 21. okt. kr. 16.900
ZUMBA Gold™, kl.10.30 framhald 60+ dans og leikfimi. Nýtt 8 vikna námskeið 21. okt. kr. 16.900 uppselt.
STERK OG LIÐUG – æfingar og teygjur. Nýtt 8 vikna námskeið hefst 21. okt. kr. 15.900

Skráning í síma 588 2111 eða með tölvupósti feb@feb.is

17/10/2019|

Tölvupóstur

Ágætu félagsmenn. Nú er á leiðinni til ykkar tölvupóstur um starfið framundan. Hann mun berast ykkur núna um helgi.

11/10/2019|

Sviðaveisla 2 nóvember 2019

Árleg Sviðaveisla félagsins verður haldin laugardaginn 2 nóvember í hádeginu. Takið daginn frá. Nánar auglýst síðar.

02/10/2019|