Alla miðvikudaga kl. 10 frá september til maí, hittist hópur af vösku göngufólki hér hjá okkur í Stangarhyl 4 og leggur í klukkutíma göngu. Hlé þurfti að gera á þessu síðustu vikur vegna COVID-19 ástandsins. Nú er hins vegar farið að birta til og næsta ganga verður héðan frá Stangarhylnum miðvikudaginn 13. maí. Göngu-Hrólfar er  opinn öllum félagsmönnum og við hvetjum fólk til að mæta því þetta eru hressandi göngur og frábær félagsskapur – sem jafnframt hlýðir Víði.

Á sumrin eru líka göngur en þær eru farnar frá ólíkum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Dagskrá sumarsins er eftirfarandi:

Göngu – Hrólfar
Gönguferðir á miðvikudögum klukkan 10:00, áætlun fyrir júní, júlí og ágúst 2020

Lagt af stað frá:               

03.06.  Olís Rauðavatni – (Kaffistaður: Olís)

10.06.  Álafosskvos – (Kaffistaður: Bakaríið Mosfellsbæ)

17.06.  Maríuhellar Heiðmörk sunnan til – (Kaffistaður: Golfskálinn Oddur)

24.06.  Reynisvatn/heiði – (Kaffistaður: Golfskálinn Grafarholti)

01.07.  Víkingsheimilinu við Traðarland – (Kaffistaður: Bakaríið Austurveri)

08.07.  Korpúlfsstaðir – Mosfellsbær – (Kaffistaður: Bakaríið Mosfellsbæ

Strætó til baka leið 7

15.07.  Heimörk við Olís Rauðavatn – (Kaffistaður: Olís)

22.07.  Mógilsá Kollafirði – (Kaffistaður: Bakaríið Mosfellsbæ)

29.07.  Kaldársel Valahnúkar – (Kaffistaður: Golfskálinn Oddur)

05.08.  Hafravatn – (Kaffistaður: Golfskálinn Grafarholti)

12.08.  Grafarvogur Olís Gufunes – (Kaffistaður: Olís)

19.08.  Nauthóll Öskjuhlíð – (Kaffistaður: Bakaríið Austurveri)

26.08.  Seltjarnarnes við Bakkatjörn – (Kaffistaður: Golfskálinn Nes)

Upplýsingar veita Holger í síma 843 5327 og Marteinn í síma 846 2154

Verum virk og tökum þátt