Ellert B Schram 80 ára

Þann 10. október nk. verður Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttræður. Um það leyti kemur út sjálfsævisaga hans, Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og gefst vinum hans og velunnurum kostur á að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á forlagsverði, eða á kr. 6.000 með sendingarkostnaði. Hægt er að panta verkið hjá útgefandanum á netfanginu skrudda@skrudda.is eða í síma 552 8866. Bókin verður send kaupendum um mánaðamótin okt./nóv. 2019.
 
Til að panta bókina og fá nafn sitt jafnframt á heillaóskaskrána þarf að senda inn nafn, kennitölu og heimilisfang fyrir 10 okt. nk. Sé óskað eftir að greiða verkið með greiðslukorti þarf að senda kortanúmer og gildistíma, annars verður stofnuð krafa í heimabanka þegar bókin kemur út. Nánari upplýsingar fást hjá forlaginu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *