Dagskrá aðalfundar

Aðalfundur FEB árið 2020
Áður frestaður aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem vera átti þann 12. mars, verður haldinn þriðjudaginn 16. júní kl. 14:00 í Súlnasal í Radisson BLU Saga Hotel.
 Dagskrá fundarins verður samkvæmt lögum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. Gerð grein fyrir úttekt Deloitte vegna byggingar Árskóga 1-3.
  3. Lagðir fram ársreikningar félagsins ásamt fjárhagsáætlun rekstrarársins.
  4. Kl.15.00 kosning formanns.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikning og fjárhagsáætlun.
  6. Lagabreytingar.
  7. Kl. 15.50 kosning aðal- og varamanna í stjórn og skoðunarmanna ársreikninga.
  8. Afgreiðsla tillagna og erinda sem lögð hafa verið fyrir fundinn.
  9. Ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2020.
  10. Afgreiðsla tillögu stjórnar um árgjald til Landssambands eldri borgara.
  11. Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að hafa með sér félagsskírteini.
Stjórn FEB – Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *