Category Archives: Fréttir

Nýtt félagsskírteini 2024-2025, Félagstíðindi FEB 2024 og Afsláttarbók 2024

Ágæti félagsmaður Nú fer skilvísum greiðendum félagsgjalda FEB – sem ekki hafa afþakkað sendingu á pappír – að berast póstur sem inniheldur þrennt: Félagstíðindi FEB 2024 Félagsskírteini FEB sem gildir til 31. mars 2025 Afsláttarbók 2024 Þetta er allt sent saman í stóru umslagi, vinsamlegast skoðaðu innihald umslagsins vel áður en því er fargað, þar sem félagsskírteinið er svo lítið…

Betur má ef duga skal í baráttunni fyrir bættum lífsgæðum

Eitt sinn þótti sjálfsagt að þeir, sem fyrir aldurs sakir, ljúka löngu ævistarfi, ættu að setjast í helgan stein og láta aðra, sér yngri, skammta sér áhrif og lífsgæði. Þetta var almennt viðhorf árið 1986, þegar Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) var stofnað. En nú dettur engum slík firra í hug. Svo…

Ný spænskunámskeið að hefjast

Mánudaginn 26. febrúar hefjast ný 6 vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir. Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa: – Spænska 1 Ætluð byrjendum –  (mánud. og miðvikud….

Úrslit kosninga til formanns og stjórnar FEB

Sigurður Ágúst Sigurðsson var kosinn nýr formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni  í dag 21. febrúar. Fjórir voru í framboði til formanns og eru úrslitin eftirfarandi: Sigurður Ágúst Sigurðsson hlaut 215 atkvæði Sigurbjörg Gísladóttir hlaut 130 atkvæði Borgþór Kjærnested hlaut 6 atkvæði Sverrir Örn Kaaber hlaut 3 atkvæði Ógildir 2 atkvæði Samtals kusu…

Framboðum til formanns og stjórnar FEB 2024, fjölgar enn.

Framboðsfrestur er runnin út Eftir að uppstillingarnefnd FEB lauk störfum hefur framboðum til formanns og stjórnarkjörs á aðalfundi félagins 21. febrúar n.k. fjölgað. Auk þeirra frambjóðenda til formanns stjórnar FEB sem uppstillingarnefnd kynnti í frétt hér á heimasíðu FEB þann 7. febrúar s.l. hefur Sigurður Ágúst Sigurðsson boðið sig fram til formanns stjórnar FEB. Auk…