Borgarbókasafn í Grófinni.

Langar til að vekja athygli ykkar á nýrri þjónustu Borgarbókasafns, svokölluðu Tæknikaffi. Tæknikaffið er á hverjum fimmtudegi í Borgarbókasafninu í Grófinni milli 16 og 18 og er það starfsfólk safnsins sem aðstoðar gesti við ýmislegt sem tengist tölvum. T.d. við að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Það eru starfsmenn safnsins sem aðstoða, þeir eru ekki sérfræðingar um tölvu- og tæknimál en kunna ýmislegt vegna daglegrar notkunar á tölvum. Þessi aðstoð er öllum opin og ókeypis!
Öðru hvoru fáum við utanaðkomandi til að kenna eitthvað sérstakt sem tengist tölvum og næsta fimmtudag 7. nóvember kennir Hrönn Traustadóttir ýmislegt um innkaup á netinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *