Í dag þriðjudag, 22. mars, efnir RÚV til borgarafundar um heilbrigðismál, en ljóst er að málefnið brennur á þjóðinni. RÚV býður því upp á málefnalegan umræðuvettvang þar sem leitað er svara við spurningum almennings er varða heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Sérfræðingar og stjórnmálamenn verða til svara.

Fundurinn verður í Háskólabíói og í beinni útsendingu á RÚV, RÚV.is og á Rás 2. Útsendingin hefst klukkan 19.35 en húsið verður opnað klukkan 19. Fundarstjórar eru Þóra Arnórsdóttir og Baldvin Þór Bergsson

 

Spurning til stjórnmálaflokkanna frá FEB og GRÁA HERNUM;

Því er spáð að 67 ára og eldri fjölgi um 65% fram til ársins 2030, en fólki 85 ára og eldra um 42%. Þeta er mun meiri fjölgun en í öðrum aldurshópum

* Hvernig á að bregðast við þessu?

* Hvernig ætla menn að mæta þörfum þessa vaxandi hóps í heilbrigðiskerfinu?

* Landsspítalinn er orðinn fimmta stærsta hjúkrunarheimili landsins, hvað ætla menn að gera í því?

* 250 ný pláss á þremur nýjum hjúkrunarheimilum, duga skammt til að mæta þessari fjölgun. Hvað þarf að byggja mörg ný rými á næstu 10 árum?

* Það er verið að gera átak í að minnka bið eftir aðgerðum, sem er fagnaðarefni, en það er ljóst að það þarf meira til.
Má ekki nota skurðstofur, sem standa ónotaðar hluta úr sólarhringnum, til að fjölga aðgerðum?