Nýjustu fréttir af starfi félagsins

„Hvað á ég að kjósa?“

Nú þegar vika er til kosninga spyrja margir „hvað eigum við að kjósa?“

Grái herinn hefur hér tekið saman umfjöllun hvers stjórnmálaflokks um málefni eldri borgara – tekið af netinu.
Hér má einnig horfa og hlýða á fundinn stóra í Háskólabíó 28. september
Dregið var um röðina hvernig þetta birtist hér neðar.
(meira…)

21/10/2016|

TÖLVUPÓSTUR til félagsmanna 21. október 2016

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni eru ein allra fjölmennustu frjálsu félagasamtökin í landinu. Nú á 30 ára afmælisári félagsins hefur starfsemin verið sú viðamesta frá stofnun félagsins. Til að nefna ehv fyrir utan alla þá glæsilegu starfsemi sem hér fer fram frá morgni til kvölds þá hafa verið haldnir morgunfundir, útifundur og hinn fjölmenni fundur í Háskólabíó með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fjöldinn og samtakamátturinn sem ríkti á fundinum og staðfesta FEB ýtti loks við ráðamönnum þjóðarinnar sem settu fram tillögu að breyttu frumvarpi um almannatryggingar sem síðan var svo samþykkt. (meira…)
21/10/2016|

Félagstíðindi FEB – nýprentað og á leið til ykkar í póstdreifingu

Hér má skoða og lesa nýjustu Félagstíðindi sem verið er að ljúka við prentun á

Póstdreifing eftir helgi.

20/10/2016|

Dans sunnudag kl. 20.00

Dans sunnudag í Ásgarði, Stangarhyl 4. Hljómsveit hússins. Veitingar við flestra hæfi. (meira…)

20/10/2016|

Nýtt 8-vikna Zumba Gold námskeið fimmtudag 20. okt.

Nú verðum við í Ásgarði, Stangarhyl 4. Kennari sem fyrr Tanya. Verð 15.900 kr.
Skráning í síma 5882111 eða feb@feb.is

19/10/2016|

Bráðabirgðareiknivél lífeyris fyrir árið 2017

Reiknivélin reiknar út greiðslur lífeyristrygginga. Gefið upp forsendur útreiknings hér að neðan. Athugið að hægt er að velja um að slá tekjur inn sem árstekjur eða mánaðartekjur. Niðurstaða birtist á nýrri síðu þegar ýtt er á hnappinn reikna.

Bráðabirgðareiknivél lífeyrisgreiðslna

19/10/2016|

Borgarleikhúsið Brot úr hjónabandi – general prufa

Borgarleikhúsið langar til að vekja athygli eldri borgara á general prufu á verkinu Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman sem verður fimmtudaginn 3. nóvember kl 13.00. Verð á generalprufu er 3000 kr.

(meira…)

19/10/2016|

Sviðaveislan góða 5. nóvember – skráning hafin

Hin árlega Sviðaveisla FEB verður haldin laugardaginn 5. nóv. í  Ásgarði, Stangarhyl 4. Húsið opnar kl. 11.30 með ferðakynningu. Borðhald hefst kl. 12.15.
Í fyrra komust færri að en vildu en reynt verður að hafa sem flest sæti og borð og pláss fyrir alla. Miðaverð er aðeins kr 3900. (meira…)

18/10/2016|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar