Nýjustu fréttir af starfi félagsins

GERAST FÉLAGSMAÐUR Í FEB

Hér má skrá sig til að gerast félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Félagsmönnum stendur til boða fjölbreytt starf og hagkvæm kjör á ýmiskonar vörum og þjónustu. Árgjald er 4000.
24/08/2016|

QIGONG byrjar að nýju 30. ágúst en nú kl. 10.15

Verðum sem fyrr í Stangarhylnum á þriðjudögum og föstudögum en byrjum aðeins fyrr þ.e. kl. 10.15. Lengjum tímann, byrjum á heilaleikfimi förum svo í QIGONG og endum á 15 mín hugleiðslu. Leiðbeinandi sem fyrr Inga Björk Sveinsdóttir. Verð kr 14.000 í 8 vikur.  – Uppbygging og næring fyrir fyrir sál og líkama

24/08/2016|

Skóflustungur að Árskógum 1-3

Dagur_ThorunnÞórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður FEB og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri voru kát þegar þau tóku fyrstu skóflustungurnar að nýju húsi fyrir félagsmenn FEB í dag.

Fyrr í dag var skrifað undir verksamning við GT-Hreinsun um jarðvegsvinnu. Mikill áhugi er á þessum byggingum því nú þegar hafa rúmlega 190 manns sett sig á lista hjá félaginu yfir áhugasama.

Hér má sjá teikningar og annað er tengist fyrirhuguðum byggingum; http://feb.is/…/uplo…/2016/03/20160602-Forteikningasett_.pdf

23/08/2016|

Kynningarfundur með íbúum í Árskógum 6-8 í dag

Kynningarfundur um fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir með íbúum í Árskógum 6-8 í dag þriðjudag 23. ágúst 2016 kl. 13.15 í Félagsmiðstöðinni Árskógum.

23/08/2016|

Afmælisboð ASÍ á Árbæjarsafni 28. ágúst – frítt inn

Alþýðusambandið býður upp á fjölbreytta dagskrá í safninu sem bregður birtu á aðstæður og aðbúnað íslensks verkafólks á síðustu öld. Boðið verður upp á leiðsagnir, ratleik, þvottaburð, kassabílaakstur auk þess sem börnin fá stutta ferð á hestbaki. Leikhópurinn Lotta mætir með söngvasyrpu, þorskur verður þurrkaður á túni, Lummur bakaðar í Hábæ, prentari, skósmiður og gullsmiður taka á móti gestum á verkstæðum sínum og Lúðrasveit verkalýðsins gleður gesti með spilamennsku sinni. (meira…)

23/08/2016|

Ferð í Landmannalaugar 30. ágúst n.k. – laus sæti

30. ágúst – Landmannalaugar – fararstjóri Jón R. Hjálmarsson. Lagt af stað frá FEB Stangarhyl kl. 8.30. Verð kr. 13.000. Laus sæti – bókun í síma 5882111 / feb@feb.is

 

23/08/2016|

Gerast félagsmaður í FEB

Hér má skrá sig til að gerast félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Félagsmönnum stendur til boða fjölbreytt starf og hagkvæm kjör á ýmiskonar vörum og þjónustu. Árgjald er 4000.
12/08/2016|

Glæsileg ferð að Fjallabaki

Ferðin að Fjallabaki s.l. miðvikudag heppnaðist eins og best getur.

Hér má sjá stóran hluta hópsins við Álftavatn þar sem m.a. var áð.

fjallabak2016

12/08/2016|

Eldri fréttir >>

Samstarfsaðilar